Stórlaxarnir hafa haldið veiðinni uppi

Veitt í Eystri-Rangá.
Veitt í Eystri-Rangá. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Eystri-Rangá er aflahæsta laxveiðiá landsins á annars dræmu laxveiðisumri.

Stórlax hefur haldið veiðinni þar uppi og eru stórlaxar um helmingur veiðinnar það sem af er. Einar Lúðvíksson, staðarhaldari við ána, segir stórlaxana auka ánægju veiðimanna og segir þá miklu verðmætari en smálaxa.

Í umfjöllun um laxveiðina í Morgunblaðinu í dag segir, að veiðimenn sem veitt hafa í Laxá á Ásum hafa verið ánægðir. Þar stefnir í um þúsund laxa sumar en aðeins er veitt á tvær stangir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert