Fella niður flug vegna Bárðarbungu

Á heimasíðu Air-Berlin má sjá að flugi var fellt niður.
Á heimasíðu Air-Berlin má sjá að flugi var fellt niður. Ljósmynd/mbl.is

Flugfélagið Air Berlin felldi niður flug í gær til Íslands vegna hugsanlegs eldgoss í Bárðarbungu. Árni Sólonsson, eigandi Capital-Inn, segir að einn gesta sinna hafi þurft að seinka komu sinni til landsins vegna flugsins. Ljóst er því að jarðhræringar í Bárðarbungu eru farnar að hafa víðtæk áhrif.

„Þessi gestur hringdi í mig í gær og sagðist ekki komast vegna eldgossins. Ég sagði að það væri ekkert eldgos í gangi og hann varð mjög hissa,“ sagði Árni í samtali við mbl.is.

Ekkert eldgos er þó sjáanlegt í Bárðarbungu eins og gert var kunnugt um í frétt mbl.is en viðbúnaðarstig verður endurmetið í hádeginu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert