Neyðarstigi aflétt en lokað áfram

Frá samhæfingarmiðstöð Almannavarna.
Frá samhæfingarmiðstöð Almannavarna. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Húsavík og Seyðisfirði ákveðið að lækka almannavarnarstig vegna skjálftavirkninnar í kringum Bárðarbungu úr neyðarstigi í hættustig. Lokanir vegna hættustigsins eru þó enn í gildi. 

Í gær var ákveðið að loka svæðum í Jökulsárgljúfri að Dettifossi auk hálendisins norðan Vatnajökuls. Verða þessar lokanir áfram í gildi. 

Skjálftavirkni er enn mikil á svæðinu. Fyrr í dag ákvað Veðurstofan að lækka litakóða fyrir flug úr rauðum í appelsínugulan og eru því allar takmarkanir á flugi fallnar úr gildi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert