Íslendingar sáttir við lífið og tilveruna

mbl.is/Eggert

Ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eru 98% Íslendinga almennt sáttir við lífið og tilveruna. Þar af 59% mjög sátt og 39% frekar sátt. Einungis 2% segjast frekar ósátt og enginn sagðist vera mjög ósáttur við lífið.

Skoðanakönnunin, Eurobarometer, nær til allra ríkja ESB og þeirra ríkja sem sótt hafa um inngöngu í sambandið. Þar með talið Íslands. Tölurnar fyrir ESB eru nokkuð á annan veg en engu að síður er mikill meirihluti þar einnig sáttur við lífið og tilveruna eða 80%. Þar af tæpur fjórðungur mjög sáttur og 39% frekar sátt. 15% eru hins vegar frekar ósátt og 5 mjög ósátt.

Spurð um lífsgæði á Íslandi segja 84% Íslendinga þau góð hér á landi. Þar af 27% mjög góð og 57% frekar góð. 14% segja þau hins vegar frekar slæm og 1% mjög slæm. 56% íbúar ESB að meðaltali telja lífsgæði góð í heimalöndum sínum. Þar af 10% mjög góð og 46% frekar góð. 30% telja þau hins vegar frekar slæm og 12% mjög slæm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert