Hjálmurinn bjargaði

AFP

Reiðhjólaslys varð á göngustíg við Fífuhvammsveg  v / Fífulind um tíuleytið í gærkvöldi en rúmlega tvítugur hjólreiðamaður og 11 ára stúlka á reiðhjóli höfðu skollið saman á blindhorni á göngustíg. 

Stúlkan var eitthvað skrámuð í andliti. Móðir hennar kom á vettvang og fór með hana heim eftir skoðun í sjúkrabifreið. Sýnist nokkuð ljóst að sterkur hjólabrettahjálmur sem stúlkan hafði á höfði hafi bjargað henni þarna frá mun meiri höfuðáverkum.  Maðurinn fann til eymsla í fæti og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert