Varnargarðar við Jökulsá á Fjöllum

Varnargarður við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum í Öxarfirði.
Varnargarður við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum í Öxarfirði. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegagerðin hefur sett upp varnargarða við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og í Öxarfirði til að varna því að flóð sem færi utan við brýrnar nái að grafa undan akkerum hengibrúnna og stöplum þeirra.

„Komi til flóðs sem verður stærra en þeir u.þ.b. 3000 m

<sup>3</sup>

/sek sem brýrnar ráða við verða vegirnir rofnir vestan megin í tilviki brúarinnar í Öxarfirði en beggja vegna ár í tilfelli brúarinnar á Hringveginu við Grímsstaði. Við þær aðstæður þarf að verja akkeri hengibrúnna að vestanverðu, þar sem vírarnir eru festir í jörð, og stöplana, fyrir því flóðvatni sem kæmi þá að mannvirkinu utanfrá þ.e.a.s. sem ekki er í hinum hefðbundna árfarvegi. Því hafa verið byggðir varnargarðar til að verja mannvirkin úr þeirri átt,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar.

Tæki munu verða á staðnum eða nærri til að rjúfa vegina komi til goss og flóðs. En varnaraðgerðum er þá lokið við þessar brýr vegna ástandsins undir Bárðarbungu og Dyngjujökli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert