Fjallað um eldgosið á BBC

Fréttin af eldgosinu á Íslandi hefur náð eyrum BBC.
Fréttin af eldgosinu á Íslandi hefur náð eyrum BBC. Af vef BBC

Frétt um að eldgos sé hafið í nágrenni Bárðarbungu í Vatnajökli var birt rétt fyrir kl. 5 í morgun á forsíðu BBC. Í fréttinni er m.a. sagt frá takmörkunum á flugi vegna gossins.

Jarðhræringarnar á svæðinu, sem verið hafa undanfarna daga, eru rifjaðar upp í frétt BBC og tekið fram að vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgist með gosinu úr öruggri fjarlægð, líkt og mbl.is hefur greint frá í nótt.

Sky-sjónvarpsstöðin hefur einnig sagt frá gosinu í fréttum sínum í nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert