Fólk hreinsi frá niðurföllum

Svona var ástandið við Breiðagerðisskóla í morgun.
Svona var ástandið við Breiðagerðisskóla í morgun. mbl.is/Golli

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er búið að fá um 30 tilkynningar um vatnsleka í morgun. Slökkviliðið beinir því til fólks að hreinsa frá niðurföllum og athuga með ástand í kjöllurum.

Talsvert tjón hefur orðið í vatnsveðrinu í morgun á höfuðborgarsvæðinu enda er búið að rigna mikið. Í Reykjavík nam úrkoman um 40 mm sem er mesta úrkoma sem mælst hefur á landinu á síðasta sólarhring.

Vatn rann m.a. í kjallara á Breiðagerðisskóla í morgun og olli talsverðu tjóni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert