Enn langt í land hjá geitunum

Geitin Casanova frá Háafelli hefur gert garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum …
Geitin Casanova frá Háafelli hefur gert garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Af fjáröflunarsíðunni Indiegogo.

Enn á eftir að safna fjórum og hálfri milljón svo mögulegt verði að bjarga geitaræktarbúinu Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði. Nú hafa rúmlega 5,5 milljónir safnast en til stendur að safna 90 þúsund dollurum, eða tæplega 10 og hálfri milljón króna. Söfnunin hófst  3. ágúst sl. en safnað er á síðunni indiegogo. 

Rúm­lega fjör­utíu millj­óna króna skuld hvíl­ir á jörðinni og tak­ist ekki að semja um hana verður öll­um geit­um bús­ins slátrað, eða tæp­lega 400 dýr­um. Geita­bænd­urn­ir og hjón­in Jó­hanna B. Þor­valds­dótt­ir og Þor­björn Odds­son koma þá einnig til með að missa heim­ili sitt og at­vinnu. Söfn­un­in stend­ur til 14. sept­em­ber nk.

921 hefur gefið í söfnunina. Fyrir viku, 25. ágúst, höfðu 774 gefið fjórar og hálfa milljón í söfnunina. Í viðtöl­un­um við mbl.is í ágúst sagði Jó­hanna að skuld­irn­ar á bú­inu, um 40 millj­ón­ir, væru komn­ar til vegna upp­bygg­ing­ar á stofni sem gef­ur ekki af sér fyrstu árin. Hún hefði talið að fjöl­skyld­an fengi stuðning þar sem um væri að ræða teg­und í út­rým­ing­ar­hættu og því farið af stað með upp­bygg­ingu á Háa­felli.

Frétt mbl.is: „Ekki til­bú­in að gef­ast upp“

Frétt mbl.is: Líf 400 geita í hættu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert