Byrjað óvenju snemma

Engilbert Þórir Atlason, vélamaður á Þorvaldseyri, fylgist með korninu fylla …
Engilbert Þórir Atlason, vélamaður á Þorvaldseyri, fylgist með korninu fylla vagn. Uppskeran er tvöfalt eða þrefalt meiri en í fyrra. Ljósmynd/Ólafur Eggertsson

Útlit er fyrir ágæta kornuppskeru víða um land. Í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu eru taldar forsendur fyrir metuppskeru.

„En það er best að tala varlega þangað til uppskeran er komin í hús,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, í umfjöllun um kornræktina í Morgunblaðinu í dag.

Vegna þess hversu korn þroskaðist snemma í sprettutíðinni í sumar hófst þresking snemma. Bændur á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum hófu kornskurð 17. ágúst, fyrr en nokkru sinni áður. Búast má við að kornskurður verði almennt hafinn um allt land í þessari viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert