Leggjast yfir afleiðingar stormsins á sunnudag

Vatnshæðin á heimili Guðrúnar Gunnarsdóttur í Hátúni var 40 sentímetrar.
Vatnshæðin á heimili Guðrúnar Gunnarsdóttur í Hátúni var 40 sentímetrar. mbl.is/Golli

Úrkoman í óveðrinu sem gekk yfir landið á sunnudag var rétt við hönnunarmörk fráveitukerfis Reykjavíkurborgar.

Sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur, sem rekur kerfið, eru nú að fara yfir atburðinn og hyggjast þeir funda með fulltrúum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um hann, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Vatnstjón varð í íbúðum í borginni þegar flæddi upp úr niðurföllum í storminum. Haft var eftir liðsmanni slökkviliðsins í blaðinu í gær að fráveitukerfið í heild hefði ekki ráðið við úrkomuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert