Tíðarfar gott í ágústmánuði

Sólskinsstundir í Reykjavík voru 188,4 eða 33,6 stundum umfram meðallag …
Sólskinsstundir í Reykjavík voru 188,4 eða 33,6 stundum umfram meðallag 1961 til 1990 en 1,5 yfir meðallagi síðustu tíu ára. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tíðarfar í ágúst var með betra móti um allt land. Meðalhiti í mánuðinum var nærri meðaltali síðustu tíu ára en þeir hafa verið óvenjuhlýir í langtímasamhengi.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Þar kemur einnig fram að meðalhiti í Reykjavík í ágúst var 11,4 stig og er það 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 og í meðallagi síðustu 10 ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti ágústmánaðar 1,3 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 en í meðallagi síðustu 10 ára.

Á Akureyri var meðalhitinn 10,9 stig sem er 0,9 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990, en í meðallagi síðustu 10 ára. Hæsti hiti mánaðarins mældist 22,8 stig á Sámsstöðum hinn 11. ágúst og Staðarhóli 26. ágúst. Hæsti hiti mánaðarins á mannaðri stöð mældist 11. ágúst á Eyrarbakka, 21,2 stig. Lægstur mældist hitinn á Staðarhóli 22. ágúst, -3,0 stig. Á mönnuðum stöðvum mældist hitinn lægstur á Grímsstöðum á Fjöllum 2. ágúst, -1,9 stig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert