Yfir ein og hálf milljón fylgst með gosinu

Skjáskot af vefmyndavél Mílu frá Bárðarbungu í dag.
Skjáskot af vefmyndavél Mílu frá Bárðarbungu í dag. Skjáskot/Míla

Rúmlega ein og hálf milljón hefur heimsótt síðu Mílu, livefromiceland.is frá því Míla setti upp vefmyndavélar við Vaðöldu með útsýni yfir Bárðarbungusvæðið og kom þeim í loftið. Flestar heimsóknir koma frá Evrópu og Ameríku, en aðeins 20% heimsókna eru frá íslenskum notendum eða um þrjú hundruð þúsund.

„Á þessum tveimur vikum sem liðnar eru, hafa alls um 1.520.000 heimsóknir verið síðuna, og á föstudag 29. ágúst voru heimsóknir flestar eða alls rétt tæpar 422.000 á einum sólarhring, frá miðnætti til miðnættis,“ segir í tilkynningu frá Mílu.

Fyrsta vefmyndavél Mílu var sett upp í Eyjafjallagosinu árið 2010 og segir í tilkynningu að síðan þá hafi margir vanið komur sínar á síðuna til að fylgjast með vefmyndavélunum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert