Um 40.000.000 rúmmetrar af hrauni

Askja, náttúrufræðishús Háskóla Íslands, er lítið miðað við rúmmál þess …
Askja, náttúrufræðishús Háskóla Íslands, er lítið miðað við rúmmál þess hrauns sem hefur komið upp í eldgosinu í Holuhrauni.

Um 40.000.000 m3 af hrauni hafa komið upp úr gossprungunni í Holuhrauni þá fjóra sólarhringa sem eldgosið hefur staðið.

Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir sendi Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands þessa skemmtilegu mynd. Þar er Askja, náttúrufræðihús Háskóla Íslands, sett í samhengi við það magn hrauns sem runnið hefur frá eldstöðvunum í Holuhrauni undanfarna daga. Askja er 31.300 rúmmetrar.

Myndin er frá Ragnari Heiðari Þrastarsyni landfræðingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert