Enn töluvert mikil skjálftavirkni

Jarðskjálftavirkni er enn mikil á svæðinu við norðanverðan Vatnajökul. Þrír stórir jarðskjálftar í það minnsta hafa orðið þar eftir hádegi í dag samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Færri stórir skjálftar hafa þó orðið en áður.

Sá stærsti var 5,0 og átti sér stað norðvestur af Bárðarbungu skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Annar skjálfti varð um klukkan hálf fimm og var 4,5 að stærð.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram eins og undanfarna daga og telja sérfræðingar að nokkuð meiri kraftur hafi verið í gosinu í dag en í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert