Hlýindasumarið breytir hvítu í grænt

6. júní 2014 Miklar fannir voru á Norðaustur- og Austurlandi …
6. júní 2014 Miklar fannir voru á Norðaustur- og Austurlandi eftir úrkomusaman vetur. Gervitunglamynd/MODIS

Eftir snjóþungan vetur á Norðausturlandi kom hlýtt sumar um allt land.

Gjörbreyting hefur orðið á ásýnd landsins samkvæmt gervitunglamyndum sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur útvegað.

Á myndinni til vinstri sem tekin var 6. júní sést að snjóþungt er inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi en á seinni myndinni sem tekin var 22. ágúst sést að snjórinn er að mestu horfinn.

Mikil úrkoma var í fyrravetur á Norður- og Austurlandi. Í vor var því mikill snjór inn til landsins og mestur í efri byggðum Þingeyjarsýslu, samkvæmt veðuryfirliti Veðurstofu Íslands. Skaflar voru að þvælast fyrir bændum og búaliði langt fram á sumar. Lítill snjór var í öðrum landshlutum.

22. ágúst 2014 Snjór að mestu horfinn utan jökla en …
22. ágúst 2014 Snjór að mestu horfinn utan jökla en haustið boðar komu sína á Tröllaskaga. Gervitunglamynd/MODIS
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert