Bjarni kynnti fjárlagafrumvarpið

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs á fundi með blaðamönnum í Salnum í Kópavogi í morgun. Þar fór ráðherra yfir helstu atriði frumvarpsins.

Trúnaður ríkir um efni frumvarpsins fram að framlagningu þess á Alþingi kl. 16 í dag.

Frumvarpinu verða þá gerð ítarleg skil á mbl.is.

Alþingi verður sett klukkan 13:30 í dag en þetta er 144. löggjafarþingið. Klukkan 16 verður hlutað um sæti þingmanna og þá verður fjárlagafrumvarp næsta árs útbýtt.

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 10. september kl. 19:40.

Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 fimmtudaginn 11. september kl. 10:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert