Ekið um hálendið á hreinni repjuolíu

Nokkrir áhugamenn um repjuverkefni Samgöngustofu við Dynk í Þjórsá.
Nokkrir áhugamenn um repjuverkefni Samgöngustofu við Dynk í Þjórsá. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Ég finn það á þeim bílum sem við höfum verið að prófa að repjuolían fer betur með vélarnar en dísilolía. Hún hefur meiri smureiginleika.“

Þetta segir Guðmundur Guðmundsson, gæðastjóri Samgöngustofu. Hann hefur gert samanburð á ýmsum olíutegundum og notað til þess eigin bíl. Fór meðal annars í hálendisferð með starfsmönnum Samgöngustofu um helgina og notaði þá ýmist lífdísilolíu eða ómeðhöndlaða repjuolíu.

Bílarnir sem notaðir hafa verið til að prófa repjuolíu og mismunandi blöndur eru 25-30 ára gamlir og eru með vélar sem þola vel ómeðhöndlaða olíu. Í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur mjög gott að aka á repjunni. Aflið sé ekki minna en á dísilolíu eða lífdísilolíu og eyðslan svipuð. Helsti ókosturinn er að lengri tíma tekur að gangsetja kalda bíla með repjunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert