Er galli í þurrkaranum þínum?

Siemens.
Siemens. AFP

BSH, Bosch und Siemens Hausgeräte GmbH, óska eftir að allir viðskiptavinir, sem eiga Siemens-þurrkara sem framleiddur var árið 2002, kanni hvort þurrkari þeirra geti ofhitað vegna galla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér. 

„Takmarkaður fjöldi tækja, sem framleiddur var frá janúar til maí 2002, gæti ofhitnað vegna gallaðs rafmagnsíhlutar í stjórnborði, en það getur í algjörum undantekningartilvikum leitt til hugsanlegrar eldhættu.

Viðgerð tæknimanns þjónustuaðila á þessum gallaða íhlut heima hjá eigendum viðkomandi þurrkara er án endurgjalds og leysir þetta mál. Þar til gert hefur verið við tæki, sem þetta á við um, á í varúðarskyni eingöngu að nota það undir eftirliti, þ.e. ef einhver er heima og ekki á næturnar,“ segir í tilkynningu

„Til að ganga úr skugga um hvort þessi öryggisaðgerð snertir tiltekinn þurrkara geta viðskiptavinir slegið inn upplýsingar um sín tæki á heimasíðunni www.siemens-home.com/tumbledryersafety eða að öðrum kosti haft samband við notendaþjónustu okkar í gjaldfrjálsa númerinu 00800-19081908.  Neytendur, sem þetta mál snertir, fá bókaðan tíma svo að unnt verði að gera við tækið með hraði,“ segir einnig í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert