Fór í eftirlitsflug með Gæslunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra, fór í morgun í eftirlitsflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Bárðarbungu og gosstöðvarnar í Holuhrauni ásamt Georgi Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, og Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra.

Fram kemur á vefsíðu Landhelgisgæslunnar að markmið flugsins hafi verið að kynna fyrir dómsmálaráðherra starf flugdeildar Gæslunnar og Almannavarnavarnadeildar RLS og með hvaða hætti Gæslan hafi tekið þátt í þeim viðbúnaði sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur vegna eldgosssins og óróans á svæðinu.

Með í fluginu var Björn Oddsson, jarðvísindamaður hjá Almannavörnum, sem hefur ásamt öðrum vísindamönnum fylgst náið með frá því að jarðhræringar hófust í ágúst. Fleiri myndir frá fluginu má sjá á vefsíðu Gæslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert