Viðvörun barst ekki í tæka tíð

Reyðarfjörður.
Reyðarfjörður. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Almannavarnir sendu farsímanotendum í Fjarðabyggð smáskilaboð með viðvörun vegna loftmengunar um klukkustund eftir að hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs mældist á svæðinu í gærkvöldi. Þá tókst ekki að senda skilaboðin í alla síma á svæðinu.

Þetta kemur fram í frétt Austurfréttar. Þar segir að smáskilaboð hafi verið send í síma á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og Norðfirði frá klukkan 23:05-23:15. Til samanburðar má nefna að frétt mbl.is af menguninni birtist klukkan 22.27 og var uppfærð reglulega eftir því sem frekari upplýsingar lágu fyrir.

Klukkan 22.58 var frétt mbl.is uppfærð með þeim upplýsingum að gildin væru komin vel niður fyrir óhollustumörk.

„Ekki voru til verkferlar um hvernig bregðast eigi við tilkynningum frá Umhverfisstofnun sem sér um vöktun á loftgæðum,“ segir í svari almannavarna við fyrirspurn Austurfrétta.

Frétt mbl.is: Langmesta mengun frá upphafi mælinga

Frétt Austurfréttar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert