Ætlaði að bjarga manni sínum

mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgdi í morgun eftir bifreið sem ekið var um Grafarvog og veittu lögreglumenn því eftirtekt að ökumaðurinn og farþegi í framsæti skiptu um sæti á meðan bíllinn var á ferð. Þegar bifreiðin var stöðvuð sat kona undir stýri sem hafði ætla að bjarga manni sínum frá því að vera tekinn ölvaður undir stýri. Konan var einnig ölvuð.

Sökum þessa voru bæði maðurinn og konan handtekin og færð á lögreglustöð. Þar var blóðsýni tekið úr þeim báðum og mega þau gera ráð fyrir að verða svipt ökurétti. Maðurinn nokkru lengur þar sem hann hefur áður verið sviptur ökurétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert