Lengdin á við þrjá fótboltavelli

Glæsiskipið Royal Princess
Glæsiskipið Royal Princess mbl.is/Júlíus

Glæsiskipið Royal Princess kom til hafnar í Reykjavíkur í morgun með yfir þrjú þúsund farþega. Það er rúmlega 140 þúsund brúttótonn að stærð og stærsta skip sem hingað hefur lagt leið sína. Skipið var tekið í notkun í fyrrasumar og gaf Katrín hertogaynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms Bretaprins, skipinu hið konunglega nafn.

Royal Princess er um 330 metrar að lengd eða á við þrjá fótboltavelli og hæðin er rúmlega 60 metrar. Yfirbygging skipsins er mikil og svalir þekja báðar hliðar þess þannig að það tekur mikinn vind á sig, en á sunnudagsmorgun er spáð suðlægum vindi, 9-10 metrum á sekúndu. Stærsta skip sem áður hafði komið hingað var Adventure of the Seas, sem var hér síðast fyrir tæpum hálfum mánuði, það er rúmlega 137 þúsund brt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert