Spilliforrit ekki notuð hér

Ekki er útilokað að lögregla hér á landi gæti notað …
Ekki er útilokað að lögregla hér á landi gæti notað spilliforrit. AFP

Ákvæði sakamálalaga sem heimila lögreglu að fylgjast með tölvusamskiptum sakborninga tilgreina ekki hvernig sú hlustun eigi að fara fram. Ekki er því útilokað að lögregla hér á landi gæti notað spilliforrit (e. malware) til að fylgjast með tölvusamskiptum.

Í fyrirlestri finnska netöryggissérfræðingsins Mikkos Hypponens sem sagt var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag kom fram að lögregla í nokkrum Evrópulöndum hefði heimild til að koma forritum fyrir í tölvum grunaðra manna til að fylgjast með notkun þeirra.

Í skriflegu svari Helga Magnúsar Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknara við fyrirspurn blaðsins kemur fram að lögregla geti fengið úrskurð dómara til að taka upp fjarskipti við tiltekna tölvu á grundvelli laga um meðferð sakamála. Ekkert í ákvæði laganna segi hvernig sú upptaka eigi að fara fram eða hvaða búnað eigi að nota til þess.

„Að mínu viti er ekki hægt að útiloka að einhvers konar hlerun tölvusamskipta á grundvelli ofangreindra heimilda geti farið fram með búnaði sem komið er fyrir í tölvu viðkomandi. [...] Það yrði þá alltaf háð úrskurði dómara að uppfylltum ströngum skilyrðum laga. Á þetta hefur eftir því sem ég best veit aldrei reynt og þessari tækni hefur aldrei verið beitt af íslenskri lögreglu svo ég viti,“ segir Helgi Magnús.

Hann efast þó um að íslenskir dómstólar féllust á að notkun trjóuhesta félli undir þessi ákvæði sakamálalaga.

„Hafa verður þó í huga að það sem trójuhestur getur gert og sá aðgangur sem hann veitir að tölvu sakbornings er ekki svo frábrugðinn því sem lög heimila,“ segir hann. Heimilt sé að hlera tölvusamskipti, hlera herbergi þar sem menn eru og gera leit í tölvum að öllu sem þar er að finna. Helgi Magnús ítrekar þó að það sé háð úrskurði dómara sem metur lagaskilyrðin, hvert brotið er, hvort sakborningur er líklegur til að hafa framið það og hvort það er nægjanlega alvarlegt til að réttlæta þessi inngrip. » 26

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert