Trúðurinn sem bjargaði Reykjavík

Jón Gnarr
Jón Gnarr mbl.is/Þórður

„Ómenntaður, anarkískur skemmtikraftur með óþol fyrir stjórnmálamönnum. Þannig hann bauð sig fram gegn þeim. Og vann sigur. Getur „trúðurinn“ sem bjargaði Reykjavík gert veröldina betri?“ Þannig spyr breska dagblaðið Independent og vísar til Jóns Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur.

Blaðamaðurinn, John Rentoul, segist ekki hafa verið viss eftir lestur bókar Jóns, Gnarr!: How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World, hvort hann skyldi gamanmál Jóns. Þegar Rentoul hitt hins vegar Jón rann upp fyrir honum ljós. „Þá áttaði ég mig á því að ef setja ætti íslenska kímni á kvarða mætti líkja henni við þurrís.“

Jón fer í viðtalinu yfir frægðarför Besta flokksins sem hafði í för með sér fjögur ár hans sjálfs í embætti borgarstjóra Reykjavíkur. Spurður um árangur hans í starfi svaraði Jón: „Ég vil ekki eigna mér allan heiðurinn, en okkur tókst að snúa við fjárhagsstöðu borgarinnar. Þannig að fjármálasérfræðingar töluðu um að kraftaverk hefði verið unnið. Reykjavík hefði auðveldlega getað farið sömu leið og Detroit.“

Þá segir Jón að arfleifð hans felist ekki síður í því að stjórnmálamenn á Íslandi eru nú kurteisari í garð hvers annars og sýni meiri virðingu.

Spurður um það aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu og hvort Ísland eigi að ganga í sambandið segir Jón einfaldlega: „Fyrir mitt leyti þá er mér eiginlega bara alveg sama.“

Rentoul tekur fram að honum hafi brugðið við þetta svar Jóns. Þarna hafi stjórnmálaforingi frá ríki sem standi utan ESB einfaldlega sagt að það breyti hann engu hvort ríkið standi fyrir utan eða sé aðildarríki Evrópusambandsins. “Mér er bara sama. Það breytir engu hvort við erum aðildarríki eða ekki. Óbeint og í gegnum EES-samninginn og Schengen erum við hluti af ESB þannig að breytingin yrði óveruleg.“

Viðtalið við Jón Gnarr í heild sinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert