Skuldinni ekki skellt á kennara

Þegar um er að ræða líðan barna kemur Ísland vel …
Þegar um er að ræða líðan barna kemur Ísland vel út. mbl.is/Styrmir Kári

„Að setja þetta fram með þessum hætti er mikil einföldun,“ segir Þórður Árni Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands.

Vísar hann til þeirra ummæla sem verkefnisstjóri PISA-könnunar hjá Námsmatsstofnun lét nýverið falla í erindi sínu á málþingi um skólamál. Niðurstaða PISA-könnunar var til umræðu á málþinginu og sagði verkefnisstjórinn m.a. úrbæturnar liggja innan skólastofunnar og að öll spjót beindust að kennurum.

Þórður Árni hafnar því alfarið að hægt sé að skella skuldinni á kennara og bendir á að málið sé mun margþættara en svo. Nefnir hann í því samhengi m.a. breytt samfélag og stefnumótun í skólastarfi. „Ég er viss um að mjög margt af því sem við erum að gera í dag og höfum verið að gera undanfarin ár leiðir til betri niðurstöðu til framtíðar,“ segir Þórður Árni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert