Svæfður eftir að hann ataðist í fé

Sauðfé
Sauðfé Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Selfossi tók þá ákvörðun fyrir helgi að láta svæfa hund sem staðinn varað því að bíta fé til dauðs. Eigandi fjárins, sem var ofarlega á Skeiðum, kom að þar sem tveir hundar voru að atast í fénu. Í ljós kom að fimm kindur lágu í valnum auk þess sem nokkrar voru særðar.

Eigandinn náði öðrum hundinum og kom honum í hendur hundaeftirlitsmanns en hinn hundurinn slapp. Að ákvörðun lögreglu var handsamaða hundinum komið til dýralæknis sem svæði dýrið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert