Gasmengun nær norður að Skagafirði

Blálitaði flekkurinn sýnir líkur á mengun í dag.
Blálitaði flekkurinn sýnir líkur á mengun í dag.

Veðurstofa Íslands hefur birt kort sem sýna líklega gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni næstu daga. Spáð er austlægri á og því má búast við gasmengun vestan og norðvestan gosstöðvanna, en mengunarsvæðið nær vestur yfir Hofsjökul og norður að Skagafirði.

Á morgun er búist við að mengunarsvæðið nái yfir Miðhálendið vestan og suðvestan gosstöðvanna. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra svæði, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 

Nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert