Aðeins þrír virkir sprotasjóðir

Aðgangur sprotafyrirtækja að fjármagni er lykilforsenda fyrir afkomu þeirra og velgengi.

Aðeins Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Tækifæri og Frumtak I eru fullfjármagnaðir og starfandi fjárfestingarsjóðir fyrir sprotafyrirtæki, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi mál í Viðskiptamogganum í dag.

Lagt hefur verið fram lagafrumvarp um heimild lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í ríkara mæli í sprotafyrirtækjum. Þá kemur fram í málaskrá ríkisstjórnarinnar á þessu þingi að leggja eigi fram tvö frumvörp sem eru sérlega jákvæð fyrir sprotafyrirtæki. Annað varðar skattaívilnanir vegna hlutafjárkaupa, þannig að þeir sem leggja fé til lítilla, óskráðra fyrirtækja í vexti fá skattaafslátt. Hitt varðar framlengingu styrkjakerfis, sem veitir sprotafyrirtækjum heimild til frádráttar frá tekjuskatti vegna rannsóknar- og þróunarverkefna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert