Þegar farnir að auglýsa jólahlaðborð

mbl.is/Styrmir Kári

Um miðjan september eru fáir farnir að velta tilvonandi jólaös fyrir sér. Öðru gegnir með veitingahúsið Restaurant Reykjavík sem þegar er farið að auglýsa jólahlaðborð sitt.

„Við prófuðum í fyrra að auglýsa svona snemma. Þegar allir eru byrjaðir að auglýsa týnist maður svolítið í öllum auglýsingunum og pælingin á bak við þetta var að vera eina röddin á þessum tímapunkti.“

Þetta segir Björn Jóhannsson, bókunar- og markaðsstjóri hjá veitingahúsinu, í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að þeir sem hafi þegar bókað séu flestir útlendingar sem bóki í gegnum ferðaskrifstofu. Útlendingar séu gjarnan hrifnir af íslenskum jólamat og sólgnir í hangikjöt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka