Garðeigendur hugi að trjágróðri

Víðast er trjágróður til prýði og ánægju, en þegar hann …
Víðast er trjágróður til prýði og ánægju, en þegar hann hefur vaxið út fyrir lóðarmörk getur hann skapað óþægindi og hindrað för vegfarenda. mbl.is/Árni Sæberg

Reykjavíkurborg hvetur garðeigendur til að bregðast við og klippa tré sín svo þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti né dragi úr götulýsingu.

Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, að nokkur atriði þurfi að vera í lagi:

  • Umferðarmerki verða að vera sýnileg.
  • Gróður má ekki byrgja götulýsingu.
  • Gangandi og hjólandi eigi greiða leið um gangstíga.
  • Þar sem vélsópar og snjóruðningstæki fara um má lágmarkshæð gróðurs yfir stígum ekki vera lægri en 2,8 metrar.
  • Þá þarf lágmarkshæð þar sem sorphirðubílar þurfa að komast eftir stétt eða stíg að vera minnst 4,2 metrar.

 Þeir sem vilja koma ábendingum á framfæri geta sett hana inn á ábendingavef Reykjavíkurborgar vegna borgarlandsins [ http://reykjavik.is/thjonusta/abendingar-til-borgarinnar ].  Einnig geta þeir haft samband í síma 411 11 11 eða sent skeyti á upplysingar@reykjavik.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert