Helgi spyr um hleranir

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í fyrirspurn til dómsmálaráðherra sem þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson lagði fram á Alþingi í dag spurði hann um ástæður hleranna frá ársbyrjun 2008.

Spurði hann hversu oft beðið hefur verið um heimild til hlerunar frá ársbyrjun 2008 og hversu oft á því tímabili hefur verið veitt leyfi til símahlustunar, á grundvelli laga um meðferð sakamála.

Jafnframt spurði Helgi um fjölda synjana, hversu lengi hlerun stóð yfir í hverju tilviki og hversu oft voru tveir eða fleiri einstaklingar hleraðir vegna sömu rannsóknar.

Helgi vildi einnig fá að vita í hversu mörgum tilvikum þar sem hlerun var beitt var sá sem var hleraður ekki ákærður eða sýknaður ef ákært var og í hversu mörgum tilvikum þar sem hlerun var beitt gagnvart öðrum en grunuðum sakborningi var hinn grunaði ákærður eða sýknaður ef ákært var.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert