Ungt fólk fái ekki aðstoð sem er í boði

ASÍ-Ung segir að vandinn á húsnæðismarkaði sé marþættur. Framboð af …
ASÍ-Ung segir að vandinn á húsnæðismarkaði sé marþættur. Framboð af leiguhúsnæði sé afar takmarkað, húsaleigan há og húsnæðisöryggi ekkert. mbl.is/Sigurður Bogi

ASÍ-UNG gagnrýnir harðlega skuldalækkunaraðgerðir stjórnvalda en félagið segir að með þeim sé verið að ráðstafa miklum fjármunum sem nýtist ungu fólki með takmörkuðum hætti. Meginn þorri ungs fólks fái ekki þá aðstoð sem boðið sé upp á. 

Félagið segir ennfremur, að lítið hafi þokast í húsnæðimálum og leggur áherslu á að aðgangur að öruggu íbúðarhúsnæði sé mannréttindi en ekki forréttindi.

„Vandinn á húsnæðismarkaðum er margþættur. Húsnæðisverð er hátt og greiðslubyrði af húsnæði er þung. Ungt fólk fær ekki greiðslumat í dag og nánast útilokað er fyrir ungt fólk að safna fyrir útborgun í eigið húsnæði. ASÍ-UNG telur mikilvægt að greiðslumat vegna íbúðakaupa sé raunhæft og taki aukið mið af stöðu hvers og eins og geri þannig ungu fólki kleift að festa kaup á húsnæði,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Þá segir, að framboð af leiguhúsnæði sé afar takmarkað, húsaleigan há og húsnæðisöryggi ekkert. Gera þurfi leigu að raunhæfum valkosti á húsnæðismarkaði.

„Til þess þurfa stjórnvöld að styðja við stofnun leigufélaga sem tryggja öruggt langtíma leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Stuðningur við leigjendur er enn mun minni en við húsnæðiseigendur og hugmyndir um eitt húsnæðisbótakerfi hefur enn ekki verið hrint í framkvæmd. Núverandi húsaleigubótakerfi styður illa við ungt launafólk sem er með öllu óásættanlegt,“ segir ennfremur.

Nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert