Endurnýjaður Þristur verður á Flugsafni Íslands í vetur

Þristurinn er rúmlega sjötugur.
Þristurinn er rúmlega sjötugur. Ljósmynd/Baldur Sveinsson

„Þristurinn er orðinn svakalega flottur, þetta er gjörbreytt vél,“ sagði Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins.

DC-3 flugvél félagsins, TF-NPK, hefur verið breytt í farþegaflugvél á nýjan leik en hún þjónaði lengi sem landgræðsluflugvél eftir að hún var tekin úr farþegaflugi.

Í umfjöllun um flugvélina í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að henni verður í dag flogið til Akureyrar þar sem hún verður geymd í Flugsafni Íslands í vetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert