Farsímaþjófar á ferð á skemmtistöðum

Nokkuð berst af farsímum til lögreglunnar.
Nokkuð berst af farsímum til lögreglunnar. Mynd/Facebook

Hátt í tuttugu farsímum var stolið af gestum skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur um síðustu helgi.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru það allt konur, sem urðu fyrir barðinu á farsímaþjófunum um þessa helgi.

Hvetur lögreglan gesti á skemmtistöðum til að vera alveg sérstaklega á varðbergi, hafa handtöskur lokaðar og geyma ekki síma sína á borðum eða glámbekk. Lögreglan hvetur einnig veitingamenn til að halda vöku sinni, gera viðeigandi ráðstafanir ef grunur vaknar um óvandaða aðila á ferð og stuðla þannig að fækkun þessara þjófnaða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert