Eiga endurkröfu á stjúpsoninn

LÍN, Lánasjóður íslenskra námsmanna námslán.
LÍN, Lánasjóður íslenskra námsmanna námslán. mbl.is/Hjörtur

„Auðvitað eiga þau endurkröfurétt á skuldarann ef til þess kemur að þau þurfi að greiða lánið. Það er þó ekki nema skuldari námslánsins lendi í vanskilum, að til kasta ábyrgðarinnar kemur,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN.

Lán frá LÍN, sem féll á systkini þar sem faðir þeirra, sem lést fyr­ir 28 árum, hafði gerst ábyrgðarmaður náms­láns stjúp­son­ar síns á sín­um tíma, hefur vakið mikla athygli síðustu vikuna en Hrafnhildur segir að ekki hafi borið mikið á sambærilegum málum að undanförnu.

Stjúpsonurinn tók námslán, sem faðir systkinanna gerðist ábyrgðarmaður fyrir, en eignir stjúpsonarins voru teknar til gjaldþrotaskipta í febrúar á þessu ári. Hann er því kominn í vanskil og þurfa systkinin að taka við greiðslu af láninu. 

Efingjar dánabúa eiga að kanna skuldastöðu

„Við höfum ekki gert neina sérstaka könnun á því hversu mörg svona tilvik hafa komið upp. Ég geri heldur ekki sérstaklega ráð fyrir því að þetta einstaka mál verði rætt eitthvað frekar innan stjórnar LÍN. Svona eru bara lögin. Þetta er ekkert einstakt þannig þó að þetta hafi farið með þessum hætti í fjölmiðla,“ segir hún.

Í bréf­inu, sem systkinin fengu sent frá LÍN, kem­ur meðal ann­ars fram að þar sem skipt­um á búi ábyrgðar­manns­ins, föður þeirra, hafi lokið með einka­skipt­um, þá hafi erf­ingjarn­ir tekið á hend­ur ábyrgð á skuld­bind­ing­um bús­ins, sbr. 97. gr. laga nr. 20/​1991, um skipti á dán­ar­bú­um o.fl.

„Ef dánarbúi er skipt í opinberum skiptum þá eiga erfingjarnir að kanna skuldastöðu þess sem þeir eru að erfa og athuga þar af leiðandi hvaða skuldir eða ábyrgðir liggja á búinu,“ bætir hún við.

Ábyrgðarmenn lagðir niður árið 2009

Hrafnhildur segir þó að alltaf sé unnið að því að bæta kerfið og að lagt hafi verið til frumvarp fyrir tveimur árum. Það sé því á stefnuskrá að breyta lögunum.

„Það er eitt af markmiðum ráðherra að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna en það segir ekki með hvaða hætti það verður gert. Það er samt náttúrlega búið að leggja niður ábyrgðarmenn, það var gert árið 2009. Það mun því ekki koma til sambærilegra mála í framtíðinni hjá þeim sem eru að taka lán um þessar mundir. Það er hinsvegar alltaf dæmt eftir þeim lögum og reglum sem voru í gildi þegar lánin voru tekin,“ segir hún.

„Það verður ef til vill farið í þá vinnu að senda bréf til allra erfingja dánarbúa varðandi ábyrgð eða skuldir. Það hvílir þó auðvitað þessi skylda á þeim sem fá að skipta búi í einkaskiptum að kanna stöðu búsins áður en fengin er heimild til að skipta hjá sýslumanni,“ segir Hrafnhildur að lokum.

Þurfa skyndilega að greiða lánið

Á eftirfarandi mynd má sjá ljósmynd af bréfi LÍN sem barst öðrum erfingjanum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ekki ókeypis miðar hjá SAS

13:45 Ef þú sérð að einhver vina þinna á Facebook hefur deilt færslu frá SAS um ókeypis flugmiða skaltu EKKI smella. Um svindl er að ræða. Smelli fólk á tengilinn birtist færslan svo sjálfkrafa á þeirra Facebook-síðu. Meira »

Borgar Þór: „No komment“

13:26 Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, vildi ekkert gefa upp þegar hann var inntur eftir því hvort hann sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Sitja sennilega uppi með skemmdirnar

13:22 „Við sitjum sennilega uppi með þessar skemmdir,“ segir sókn­ar­prest­ur í Ak­ur­eyr­ar­kirkju. Enn sér á kirkjunni eftir að alvarleg skemmdarverk voru unnin á henni, fyrir átta mánuðum síðan. Þá er ekki víst að söfnuðurinn eigi fyrir viðgerðunum. Meira »

Símkerfi heilsugæslunnar komið í lag

13:05 Símkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem lá niðri í gær og í morgun er nú komið í lag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. Meira »

Fundu hesta á Breiðholtsbrúnni

13:01 Verkefni lögreglunnar eru margvísleg og ekki alltaf hefðbundin og teljast afskipti lögreglu af hestastóði á Breiðholtsbrúnni væntanlega til óhefðbundnari verkefna. Kom lokunarborði lögreglunnar þá í góðar þarfir við að útbúa tímabundið hestagerði Meira »

Færeyingar kynna uppboðsfyrirkomulag

12:33 Réttindi til veiða á 53 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld verða boðin upp í Færeyjum á þessu ári, tæp 11 þúsund tonn af makríl, rúm tvöþúsund tonn af botnfiski innan lögsögu Rússlands í Barentshafi og 614 tonn af botnfiski innan lögsögu Norðmanna í Barentshafinu. Meira »

Kjartan og Áslaug hafa áhuga á efsta sætinu

12:32 Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir hafa áhuga á því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Eins og kom fram í gær hefur núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, Halldór Halldórsson, ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Meira »

Harður árekstur á Akureyri

12:32 Harður árekstur varð á gatnamótum Grundagerðis og Stóragerðis á Akureyri um klukkan ellefu í morgun. Einn var í hvorum bíl og voru þeir báðir fluttir á slysadeild sjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar. Meira »

Stefna á langtímasamning við Hugarafl

12:16 Velferðarráðuneytið stefnir að gerð langtímasamnings um aukin framlög til Hugarafls, samtaka notenda geðheilbrigðisþjónustu, til að styrkja starf samtakanna í þágu fólks með geðraskanir. Þetta var niðurstaða fundar sem félags- og jafnréttismálaráðherra og forsvarsmenn Hugarafls áttu í morgun. Meira »

Endurskoða heimildir ríkissáttasemjara

11:15 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hyggst taka upp viðræður við aðila vinnumarkaðarins á næstunni til að útfæra hvernig best verði að því staðið að styrkja embætti ríkissáttasemjara og auka um leið stöðugleika á vinnumarkaði. Meira »

Sprengja og skotvopn fundust

10:51 Skotvopn og heimatilbúin sprengja fundust þegar maður á sextugsaldri var handtekinn í Cuxhavengötu í Hafnarfirði í gær eftir að hann hótaði þar að skjóta fólk. Meira »

Lögreglan: Við leitum að líki

10:48 Lögreglan í Kaupmannahöfn segist sannfærð um að sænska blaðakonan Kim Isabel Wall sé látin og að lík hennar sé að finna í sjónum. Meira »

Hlaut tæplega 40 milljóna styrk

10:07 Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands hlaut nýverið styrk úr Jean Monnet-áætlun Evrópusambandsins, Jean Monnet Networks. Meira »

Bessastaðir opnir á Menningarnótt

09:54 Opið hús verður á Bessastöðum á laugardaginn næstkomandi, í tilefni Menningarnætur. Allir eru velkomnir á forsetasetrið meðan húsrúm leyfir og verður opið frá klukkan tólf til fjögur. Þetta kemur fram í frétt á vef forseta. Meira »

„Hvenær get ég farið í fóst­ur­eyðingu?“

08:50 „Það er mjög erfitt að skikka konu til að ganga með barn, hvort sem það er af félagslegum ástæðum eða öðrum. Ef maður er virkilega fylgjandi því að konur hafi þetta val, þá er mjög erfitt að segja að eitt sé í lagi en ekki annað. En þessi ákvörðun er fólki ekki léttvæg. Meira »

Símkerfi heilsugæslunnar liggur niðri

09:55 Símkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins liggur niðri. Þetta kemur fram í tilkynningu. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 3,4%

09:30 Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi þessa árs mældist 3,4% og voru að jafnaði 202.500 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 195.600 starfandi og 7.000 án vinnu og í atvinnuleit að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar og mældist atvinnuþátttaka 84,4%. Meira »

Dagvaran út úr veltuvísitölunni

08:42 Rannsóknasetur verslunarinnar hefur nú hætt birtingu veltuvísitölu dagvöruverslana og nokkurra annarra flokka smásölu. Ástæðan er sú að aðilar með mikla markaðshlutdeild á smásölumarkaði hafa ákveðið að hætta miðlun á veltutölum sínum. Meira »
Íbúð í Torrieveja á Spáni
Falleg íbúð í Torrieveja á Spáni til leigu. Laus 25. Ág. Til 16 sept. uppl. Í ...
ÚTSALA Varahlutir TOYOTA RAV 4 2000 TIL 2003
Framleiðandi Toyota Tegund Jeppi Ár 2002 Akstur 189.000 Eldsneyti Bensín ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...