Eiga endurkröfu á stjúpsoninn

LÍN, Lánasjóður íslenskra námsmanna námslán.
LÍN, Lánasjóður íslenskra námsmanna námslán. mbl.is/Hjörtur

„Auðvitað eiga þau endurkröfurétt á skuldarann ef til þess kemur að þau þurfi að greiða lánið. Það er þó ekki nema skuldari námslánsins lendi í vanskilum, að til kasta ábyrgðarinnar kemur,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN.

Lán frá LÍN, sem féll á systkini þar sem faðir þeirra, sem lést fyr­ir 28 árum, hafði gerst ábyrgðarmaður náms­láns stjúp­son­ar síns á sín­um tíma, hefur vakið mikla athygli síðustu vikuna en Hrafnhildur segir að ekki hafi borið mikið á sambærilegum málum að undanförnu.

Stjúpsonurinn tók námslán, sem faðir systkinanna gerðist ábyrgðarmaður fyrir, en eignir stjúpsonarins voru teknar til gjaldþrotaskipta í febrúar á þessu ári. Hann er því kominn í vanskil og þurfa systkinin að taka við greiðslu af láninu. 

Efingjar dánabúa eiga að kanna skuldastöðu

„Við höfum ekki gert neina sérstaka könnun á því hversu mörg svona tilvik hafa komið upp. Ég geri heldur ekki sérstaklega ráð fyrir því að þetta einstaka mál verði rætt eitthvað frekar innan stjórnar LÍN. Svona eru bara lögin. Þetta er ekkert einstakt þannig þó að þetta hafi farið með þessum hætti í fjölmiðla,“ segir hún.

Í bréf­inu, sem systkinin fengu sent frá LÍN, kem­ur meðal ann­ars fram að þar sem skipt­um á búi ábyrgðar­manns­ins, föður þeirra, hafi lokið með einka­skipt­um, þá hafi erf­ingjarn­ir tekið á hend­ur ábyrgð á skuld­bind­ing­um bús­ins, sbr. 97. gr. laga nr. 20/​1991, um skipti á dán­ar­bú­um o.fl.

„Ef dánarbúi er skipt í opinberum skiptum þá eiga erfingjarnir að kanna skuldastöðu þess sem þeir eru að erfa og athuga þar af leiðandi hvaða skuldir eða ábyrgðir liggja á búinu,“ bætir hún við.

Ábyrgðarmenn lagðir niður árið 2009

Hrafnhildur segir þó að alltaf sé unnið að því að bæta kerfið og að lagt hafi verið til frumvarp fyrir tveimur árum. Það sé því á stefnuskrá að breyta lögunum.

„Það er eitt af markmiðum ráðherra að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna en það segir ekki með hvaða hætti það verður gert. Það er samt náttúrlega búið að leggja niður ábyrgðarmenn, það var gert árið 2009. Það mun því ekki koma til sambærilegra mála í framtíðinni hjá þeim sem eru að taka lán um þessar mundir. Það er hinsvegar alltaf dæmt eftir þeim lögum og reglum sem voru í gildi þegar lánin voru tekin,“ segir hún.

„Það verður ef til vill farið í þá vinnu að senda bréf til allra erfingja dánarbúa varðandi ábyrgð eða skuldir. Það hvílir þó auðvitað þessi skylda á þeim sem fá að skipta búi í einkaskiptum að kanna stöðu búsins áður en fengin er heimild til að skipta hjá sýslumanni,“ segir Hrafnhildur að lokum.

Þurfa skyndilega að greiða lánið

Á eftirfarandi mynd má sjá ljósmynd af bréfi LÍN sem barst öðrum erfingjanum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áfram stormur á morgun

18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Háskaleikur ferðamanns vekur óhug

14:35 „Þetta er ekki æskileg ferðahegðun,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um stutt myndband sem birt hefur verið á YouTube. Meira »

Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

14:04 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Meira »

Sumir útiloka hækkun en ekki aðrir

13:40 Forystumenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til alþingiskosninga tóku misdjúpt í árinni þegar þeir voru spurðir um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á opnum fundi sem Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir í Hörpu í morgun. Sumir útilokuðu hækkun en aðrir treystu sér ekki til þess að segja af eða á. Meira »

Segja upp samningi við ISS um skólamat

13:21 Hafnarfjarðarbær hefur gert munnlegan samning um að hætta viðskiptum við fyrirtækið Skólaask, sem fyr­ir­tækið ISS Ísland rek­ur, um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. Í fréttatilkynningu frá bænum kemur fram að báðir aðilar hafi áhuga á að losna undan samningnum. Meira »

Bærinn borgi fyrir flutning hesthúss

14:01 Eigandi hesthúss á Símonartúni við Eskifjörð hefur óskað eftir því að Fjarðabyggð beri kostnað af flutningi hússins af svæðinu vegna aukinnar hættu á ofanflóðum og aukinnar umferðar um Helgustaðarveg. Meira »

Sigmundur þurfti á salernið

13:36 „Það var væntanlega þannig sem ég lenti í þeirri sérkennilegu stöðu að þurfa að svara blaðamanni New York Times um salernisferðir mínar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Facebook. Meira »

Níu athugasemdir við nýtt fiskeldi

13:03 Frestur til að gera athugasemdir vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri er liðinn. Níu athugasemdir bárust vegna framkvæmdarinnar en Fiskeldi Austfjarða vill hefja tvö þúsund tonna laxeldi á svæðinu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...