Eiga endurkröfu á stjúpsoninn

LÍN, Lánasjóður íslenskra námsmanna námslán.
LÍN, Lánasjóður íslenskra námsmanna námslán. mbl.is/Hjörtur

„Auðvitað eiga þau endurkröfurétt á skuldarann ef til þess kemur að þau þurfi að greiða lánið. Það er þó ekki nema skuldari námslánsins lendi í vanskilum, að til kasta ábyrgðarinnar kemur,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN.

Lán frá LÍN, sem féll á systkini þar sem faðir þeirra, sem lést fyr­ir 28 árum, hafði gerst ábyrgðarmaður náms­láns stjúp­son­ar síns á sín­um tíma, hefur vakið mikla athygli síðustu vikuna en Hrafnhildur segir að ekki hafi borið mikið á sambærilegum málum að undanförnu.

Stjúpsonurinn tók námslán, sem faðir systkinanna gerðist ábyrgðarmaður fyrir, en eignir stjúpsonarins voru teknar til gjaldþrotaskipta í febrúar á þessu ári. Hann er því kominn í vanskil og þurfa systkinin að taka við greiðslu af láninu. 

Efingjar dánabúa eiga að kanna skuldastöðu

„Við höfum ekki gert neina sérstaka könnun á því hversu mörg svona tilvik hafa komið upp. Ég geri heldur ekki sérstaklega ráð fyrir því að þetta einstaka mál verði rætt eitthvað frekar innan stjórnar LÍN. Svona eru bara lögin. Þetta er ekkert einstakt þannig þó að þetta hafi farið með þessum hætti í fjölmiðla,“ segir hún.

Í bréf­inu, sem systkinin fengu sent frá LÍN, kem­ur meðal ann­ars fram að þar sem skipt­um á búi ábyrgðar­manns­ins, föður þeirra, hafi lokið með einka­skipt­um, þá hafi erf­ingjarn­ir tekið á hend­ur ábyrgð á skuld­bind­ing­um bús­ins, sbr. 97. gr. laga nr. 20/​1991, um skipti á dán­ar­bú­um o.fl.

„Ef dánarbúi er skipt í opinberum skiptum þá eiga erfingjarnir að kanna skuldastöðu þess sem þeir eru að erfa og athuga þar af leiðandi hvaða skuldir eða ábyrgðir liggja á búinu,“ bætir hún við.

Ábyrgðarmenn lagðir niður árið 2009

Hrafnhildur segir þó að alltaf sé unnið að því að bæta kerfið og að lagt hafi verið til frumvarp fyrir tveimur árum. Það sé því á stefnuskrá að breyta lögunum.

„Það er eitt af markmiðum ráðherra að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna en það segir ekki með hvaða hætti það verður gert. Það er samt náttúrlega búið að leggja niður ábyrgðarmenn, það var gert árið 2009. Það mun því ekki koma til sambærilegra mála í framtíðinni hjá þeim sem eru að taka lán um þessar mundir. Það er hinsvegar alltaf dæmt eftir þeim lögum og reglum sem voru í gildi þegar lánin voru tekin,“ segir hún.

„Það verður ef til vill farið í þá vinnu að senda bréf til allra erfingja dánarbúa varðandi ábyrgð eða skuldir. Það hvílir þó auðvitað þessi skylda á þeim sem fá að skipta búi í einkaskiptum að kanna stöðu búsins áður en fengin er heimild til að skipta hjá sýslumanni,“ segir Hrafnhildur að lokum.

Þurfa skyndilega að greiða lánið

Á eftirfarandi mynd má sjá ljósmynd af bréfi LÍN sem barst öðrum erfingjanum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þetta verður að nást“

12:28 Innan við sólarhringur er í að verkfall flugvirkja Icelandair hefjist, náist ekki að leysa úr kjaradeilunum í dag. „Þetta er ennþá óleyst og ekkert markvert hefur breyst,“ segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Meira »

Stálu tölvubúnaði fyrir tugi milljóna

12:17 Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónum króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð 554, á Ásbrú í Reykjanesbæ aðfararnótt 6. desember síðastliðinn. Í húsnæðinu var verið að setja upp gagnaver og var búnaðurinn til þess ætlaður. Um er að ræða 600 skjákort, 100 aflgjafa, 100 móðurborð, 100 minniskubba og 100 örgjörva og var þetta allt glænýtt. Meira »

Gert að greiða bensín sem hún stal

11:34 Erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið varð uppvís að því í fyrradag að taka eldsneyti í Njarðvík og stinga síðan af án þess að greiða fyrir það. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um málið og hafði hún skömmu síðar upp á viðkomandi, konu á þrítugsaldri. Meira »

Hleðslustöð opnuð við Jökulsárlón

11:18 Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Steinunn Hödd Harðardóttir og Sigurður Óskar Jónsson voru starfsfólki ON innan handar við að sækja fyrstu hleðsluna í gær. Meira »

Hlé á fundi fjárlaganefndar

11:17 Hlé var gert á fundi nýrrar fjárlaganefndar sem hófst klukkan 8:30 í morgun, en þingfundur hófst klukkan 10:30. Nefndin heldur áfram fundi klukkan 15:30 í dag. Fjárlögin eru eina mál á dagskrá fjárlaganefndar. Meira »

Síbrotamaður handtekinn í vínbúð

11:04 Karlmaður, sem grunaður er um að hafa verið á ferðinni um skeið og hnuplað varningi úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, var í fyrradag handtekinn eftir tilraun til þjófnaðar úr vínbúð. Meira »

Algjör kvennasprengja

09:50 Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur sem er á leið á Sundance er algjör kvennasprengja þar sem konur eru allt í öllu. Myndin er fyrsta mynd Ísoldar í fullri lengd og í henni fer Kristín Þóra Haraldsdóttir með sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd. Meira »

Ýmis mál tekin fyrir á þingfundi í dag

10:05 Þingfundur hefst klukkan hálfellefu í dag en meðal þeirra mála sem verða tekin fyrir eru frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga vegna iðnnáms, frumvörp umhverfis- og auðlindaráðherra um mannvirki og varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og frumvörp félags- og jafnréttismálaráðherra varðandi ýmsa þjónustu við fatlað fólk. Meira »

Gul ábending fyrir fjallvegi

09:42 Vegagerðin hefur sent út gula ábendingu fyrir fjallvegi á vestanverðu landinu í dag. Búast má við slyddukrapa eða snjókomu á Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Kleifaheiði fram eftir degi. Meira »

Prentar út jólagjafir

09:10 Jólasveinninn Pottaskefill hefur gefið út að hann ætli að fara óhefðbundnar leiðir í gjafavali í ár. Í stað þess að gefa leikföng eða sælgæti eins og venjan hefur verið, hefur hann ákveðið að gefa Sannar gjafir UNICEF. Meira »

Mjög gott skíðafæri í dag

08:49 Opið er í dag á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði frá klukkan 11 til 16. Veður á svæðinu er mjög gott, suðaustan gola, 7 stiga frost og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og því mjög gott til skíðaiðkunar. Tvær ævintýraleiðir eru klára, að kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ók á 180 fram úr lögreglubíl

08:42 Þegar lögreglan á Suðurnesjum var við umferðareftirlit á Reykjanesbraut í vikunni var bifreið ekið á miklum hraða fram úr lögreglubifreiðinni. Ökumaður hennar, sem er á þrítugsaldri, kvaðst hafa verið á 180 km hraða þegar hann ók fram úr þeim, en sá ekki að hann var að aka fram úr lögreglubifreið. Meira »

Skjálfti að stærð 3,5 í Bárðarbungu

08:29 Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð rétt fyrir klukkan þrjú í nótt um 2,5 kílómetra suðaustur af öskjunni í Bárðarbungu. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni virðist þó enginn órói vera á svæðinu og engir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Virðist því hafa verið um stakan atburð. Meira »

Jólapökkum fjölgar um 30% á milli ára

07:57 Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum, segir það ganga vel að koma jólapökkum og jólakortum á sína staði fyrir hátíðarnar. Meira »

Með læknadóp á bar í Breiðholti

07:27 Um klukkan hálf eitt í nótt voru höfð afskipti af manni á bar í Breiðholti sem er grunaður um brot á lyfjalögum. Þegar lögreglumenn nálguðust manninn reyndi hann að henda frá sér poka sem innihélt lyfseðilsskyld lyf. Lögregla hefur áður haft afskipti af manninum vegna gruns um fíkniefnasölu. Meira »

Heiðraðar fyrir 25 ára starf

08:18 Í vikunni var starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sem starfað hefur þar í 25 ár venju samkvæmt veitt viðurkenning. Meira »

Milt veður næstu daga

07:37 Hlýtt verður í veðri en stormasamt á köflum næstu daga og alveg fram til jóla, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.   Meira »

Handekinn fyrir húsbrot og líkamsárás

07:20 Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi var karlmaður handtekinn í Grafarvogi grunaður um húsbrot, heimilisofbeldi, líkamsárás, eignaspjöll, akstur undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...