Bárðarbunga rymur enn

Jarðskjálfti að stærð 5,0 varð við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar kl. 16:35 að sögn Veðurstofu Íslands.

Klukkan 05:00 í morgun varð jarðskjálfti sem var 5,2 að stærð við suðausturbrún Bárðarbunguöskjunnar.

Á morgun er spáð stífri vestan- og norðvestanátt. Því má búast við gasmengun austur og suðaustur af eldstöðinni í Holuhrauni, frá Fáskrúðsfirði að suðausturhlíðum Vatnajökuls (þ.m.t. Höfn).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert