Dæmt til að greiða 109 milljónir

mbl.is/Kristinn

Hæstiréttur hefur dæmt Sjóklæðagerðina, sem framleiðir vörur fyrir 66°Norður, til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins 109 milljónir króna vegna kaup- og söluréttar í hlutum í Sjóklæðagerðinni samkvæmt samningi milli aðila.

Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjaness sem féll í janúar á þessu ári.

Var fyrirtækinu jafnframt gert að greiða manninum 5,7 milljónir króna í málskostnað í héraði og 800.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.

Maðurinn höfðaði málið á hendur Sjóklæðagerðinni og krafðist greiðslu á grundvelli samnings um kaup- og sölurétt hans á hlutum í Sjóklæðagerðinni.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram, að að talið hafi verið að við túlkun samnings aðilanna yrði að hafa í huga tilurð hans, sem hafi verið einhliða saminn af lögmanni sem jafnframt átti sæti í stjórn Sjóklæðagerðarinnar.

Að virtum gögnum málsins var talið að túlka yrði ákvæði samningsins á þann veg að réttur mannsins til að leysa til sín hluti í Sjóklæðagerðinni hafi ekki verið úti þegar maðurinn sendi fyrirtækinu tilkynninguna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert