Sameinast í bæn í Hörpu

Fjölmenni er samankomið í Hörpu þar sem Kristsdagur er haldinn í dag. Hugmyndin með þessum degi er að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinist í bæn fyrir landi og þjóð. Dagskráin hófst með ávarpi forseta Íslands og biskup Íslands.

Aðaldagskráin verður í Eldborgarsalnum á milli kl. 10-12 og 14-16 og síðan verða tónleikar frá kl. 18-20. 

Samhliða aðaldagskránni verður fjölbreytt og skemmtileg barnadagskrá í Silfurbergi, frá 10-12 og 14-16. Lögð verður áhersla á gæðastund fyrir börnin.

Nánari upplýsingar um hátíðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert