Kaup á leynigögnum koma til greina

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir kaup á leynigögnum koma til greina.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir kaup á leynigögnum koma til greina. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir það koma til greina að kaupa leynigögn sem benda til þess að skattaundanskot hafi verið stundað. Þetta sagði hann spurður um málið í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í dag. Þar sagði hann jafnframt að tryggja þyrfti að það yrði gert með löglegum hætti.

Greint var frá því í Fréttablaðinu á föstudag að embætti skattrannsóknarstjóri hefði fengið send sýnishorn af gögnum með nöfnum Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Þar sagði Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, að gögnin bentu til þess að skattaundanskot hafi verið stundað. Embættið fékk gögnin send að utan og fjármálaráðuneytið skoðar nú hvort kaupa eigi þau, en slíkt hefur aldrei verið gert hér á landi. Meirihluti þeirra sem nefndir eru í gögnunum hafa ekki komið við sögu í rannsóknum embættisins áður. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við Rúv að það hlyti að verða skoðað af fullri alvöru, hvort kaupa eigi gögnin og leitað verði allra leiða til að rannsaka slík mál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert