Gríðarlegur munur á fasteignamati

Hlíðasmári 9. Húsið sem Guðmundur starfar í er næst á …
Hlíðasmári 9. Húsið sem Guðmundur starfar í er næst á myndinni. Síðan koma Hlíðasmári 11 og 13. Mikill munur er á fasteignamati húsanna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fasteignamat skrifstofubyggingar í Kópavogi hækkaði um 49% eftir að matið var uppreiknað í ár. Það er ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að matið á húsinu við hliðina lækkaði um 42%.

Málið varðar fasteignirnar Hlíðasmára 9 og 11 sem eru frá sama tímabili. Skráð byggingarár Hlíðasmára 9 í fasteignaskrá er þannig árið 1999 en árið 2000 í Hlíðasmára 11.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur Sveinsson endurskoðandi, sem rekur fyrirtæki í Hlíðasmára 9, að heildarfasteignamatið á eigninni hafi hækkað úr 310,3 milljónum í 462,5 milljónir. Fyrir vikið hafa fasteignagjöld hækkað mikið. Húsið er fjögurra hæða og eru þar skrifstofur og verslanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka