Náðhúsi breytt í sýningargallerí

Bankastræti núll. Klósettlist.
Bankastræti núll. Klósettlist. Kristinn Ingvarsson

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar tók á fundi sínum fyrir helgi jákvætt í mögulegar breytingar á Núllinu, þ.e. Bankastræti núll. Ráðinu barst fyrirspurn um hvort breyta megi rými sem áður hýsti náðhús kvenna í sýningargallerí.

Hugmyndir um að breyta almenningssalernunum neðst í Bankastræti í sýningargallerí hafa áður komið upp, meðal annars fyrir tveimur árum, en ekki var ráðist í framkvæmdir. Nú virðist sem áhugi sé fyrir því hjá eignasjóði Reykjavíkur að láta þessar hugmyndir verða að veruleika.

Erindinu fylgdu útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. apríl 2012, umsögn Húsafriðunarnefndar dagsett 9. ágúst 2012 og umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 15. september 2014.

Ráðið tók sem áður segir jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert