Ný tré í Hekluskógi dafna vel

Kjötmjöli dreift í nágrenni Heklu.
Kjötmjöli dreift í nágrenni Heklu. mbl.is/Hekluskógar

Um 330 þúsund plöntur eru gróðursettar í ár á vegum Hekluskóga, sem hefur það að marki að endurheimta birkiskóga og víðikjarr í nágrenni Heklu, og er það heldur meira en undanfarin ár.

Auk þess er dreift um 175 tonnum af kjötmjöli til uppgræðslu á starfssvæði Hekluskóga, að því er fram kemur á vef Skógræktar ríkisins.

Sérlega vel hefur reynst að nota kjötmjöl í þessu uppgræðslustarfi enda er víðast hvar unnið á algjörlega beru landi. Fram kemur á vefsíðu Skógræktarinnar að eldri tré sem hafa verið gróðursett í Hekluskógum, um 1.200 hektarar lands, dafni vel og séu trjáreitir farnir að sjást víða tilsýndar á öllu Hekluskógasvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert