Ólafur Ragnar: Fukuð þið nokkuð?

Börnin í Ölduselsskóla tóku á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í morgun þegar Forvarnardagurinn 2014 var kynntur í skólanum. Fleiri góðir gestir heimsóttu skólann, þ.á.m. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, þar sem forvarnir gegn áfengis- og vímuefnanotkun unglinga voru til umræðu.

Á myndskeiðinu má sjá myndir af heimsókn forsetans ásamt forsetafrúnni Dorrit Moussaieff. Ólafur Ragnar spurði m.a. börnin hvort þau hafi nokkuð fokið á leiðinni í skólann en óveður gekk yfir suðvestanvert landið fyrir hádegi.

Í tilkynningu frá forsetaembættinu vegna fundarins kemur fram að:

  • Jákvæð þróun með minnkandi notkun áfengis og tóbaks heldur áfram í íslenskum grunnskólum.
  • Íslenskir grunnskólanemar standa mjög vel í alþjóðlegum samanburði í þessum efnum.
  • Veruleg aukning verður í notkun á áfengi á fyrsta ári í framhaldsskóla og telja margir nemar að foreldrar láti það óátalið að þau noti áfengi eftir að þau eru komin í framhaldsskóla.
  • Notkun á áfengi og tóbaki hefur engu að síður farið heldur minnkandi í íslenskum framhaldsskólum á undanförnum árum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert