Stór hundur réðst á konu

Mynd úr safni
Mynd úr safni Júlíus Sigurjónsson

Laust fyrir klukkan tvö barst lögreglu tilkynning um að stór hundur hafi ráðist á konu við verslunarmiðstöð og fellt hana. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var konan illa bitin á handlegg auk þess sem fatnaður hennar skemmdist nokkuð.

Frekari upplýsingar um líðan konunnar liggja ekki fyrir, en hún var flutt á slysadeild til aðhlynningar. Að sögn lögreglu urðu vitni að atvikinu og kölluðu þau eftir aðstoð.

Hundurinn var í kjölfarið fjarlægður af hundaeftirlitsmanni.

Um klukkan hálfeitt var tilkynnt um þjófnað í verslun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Nánari upplýsingar um atvikið liggja ekki fyrir að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert