Hefði átt að koma fram fyrr

Erla Bolladóttir á blaðamannafundi innanríkisráðherra og starfshóps um Guðmundar- og …
Erla Bolladóttir á blaðamannafundi innanríkisráðherra og starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í apríl 2013. Rósa Braga

„Þetta hefði mátt koma fram fyrir nokkuð löngu vegna þess að ríkissaksóknari hafði tiltekin afskipi af þessu máli fyrir einu eða tveimur árum, eftir að hafa fengið erindi frá þáverandi innanríkisráðherra,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður  Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, en ríkissaksóknari lýsti sig í dag vanhæfa til að svara erindi endurupptökunefndar varðandi Guðmundar- og Geirfinnsmálið.

Ragnar segist ekki hafa haft hugmynd um að Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, gæti talist vanhæf en að það sé lögfræðilega rétt niðurstaða.

„Á því leikur enginn vafi. Þetta er alveg rétt ákvörðun og ég met hana, en hún hefði átt að koma fyrr.“

Ragnar hefur rætt við skjólstæðinga sína í dag en þau Erla og Guðjón sem höfðu stöðu sakbornings við upprunalega rannsókn málsins, vilja að málið verði tekið upp að nýju.

„Þetta eru auðvitað vonbrigði vegna þess að þetta mun tefja málið,“ segir Ragnar. „Nú þarf dómsmálaráðherra að finna löghæfan mann til að taka á sig verkefnið og það tekur tíma og sá þarf síðan að setja sig inn í málið og taka afstöðu.“ Ragnar segir skipuðum ríkissakskóknara ýmsar leiðir færar við að kynna sér málið, sumar séu einfaldar og stuttar en aðrar langar og flóknar og því sé ómögulegt að segja til um hvenær niðurstaða fæst í málið.

Ríkissaksóknari vanhæfur til að svara erindi.

Ragnar Aðalsteinsson segir töfina vonbrigði en niðurstöðuna rétta.
Ragnar Aðalsteinsson segir töfina vonbrigði en niðurstöðuna rétta. Jakob Fannar Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert