Verkfall flugmanna ekki ástæðan

Icelandair
Icelandair

Stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir það ekki rétt að flug FI540 þann 2. ágúst sl. hafi verið fellt niður vegna verkfallsaðgerða flugmanna líkt og deildarstjóri þjónustueftirlits Icelandair hefur haldið fram við farþega. Þetta kemur fram á vef FÍA.

„Flugmenn voru í verkfalli í maí og hafa ekki verið í verkfallsaðgerðum síðan kjarasamningur var undirritaður þann 21. maí s.l. Ofangreind ástæða sem starfmaður þjónustueftirlits Icelandair gefur farþegum félagsins er því með öllu óskiljanleg og aðför að heilum hópi samstarfsmanna hans.

Það er leitt að menn skuli leiðast út á þessa braut og stjórn stéttarfélagsins telur óhjákvæmilegt að opinbera framkomu þjónustueftirlits Icelandair, í ljósi þess að óvíst er hve margir aðrir en þeir sem leituðu til FÍA hafi fengið þessa skýringu á niðurfellingunni.

Varðandi raunverulega ástæðu þess að flug FI540 var fellt niður, þá er það ekki hlutverk stéttarfélagsins að útskýra það að öðru leiti og vísum við á Icelandair í þeirri von að flugmönnum verði ekki blandað í það mál eftirleiðis,“ segir í frétt FÍA. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert