Uppsafnaður halli tveir milljarðar

Frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna.
Frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppsafnaður rekstrarhalli af þjónustu sveitarfélaganna við fatlað fólk, frá því þau tóku við þjónustunni af ríkinu 2011, verður líklega orðinn um tveir milljarðar í lok þessa árs.

Þetta kom fram í erindi Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í gær. Karl sagði að tekjur sveitarfélaga vegna þjónustunnar hefðu hækkað umfram verðlagsþróun um 3,7 milljarða á fjögurra ára tímabili. Engu að síður hefði safnast upp halli.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að aðalástæðan er að þeim sem njóta þjónustunnar hefur fjölgað mikið frá ársbyrjun 2011. Skýrsla Félagsvísindastofnunar bendir til þess að hópurinn sem þiggur þessa þjónustu hafi stækkað um 30% frá yfirfærslunni frá ríki til sveitarfélaga og fram á mitt þetta ár.

Karl Björnsson, framkvæmdasstjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnunni.
Karl Björnsson, framkvæmdasstjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnunni. Ljósmynd/Samband íslenskra sveitarfélaga
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert