Spyr umboðsmann um börn á Vogi

Heiðar Kristjánsson

Rótin - félag um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda hefur sent umboðsmanni barna erindi vegna barna sem send eru til meðferðar á Vogi. Hafa félagsmenn áhyggjur af því að börnin sé ekki aðskilin frá fullorðnum áfengissjúklingum og öðrum fíklum.

Bendir Rótin á að í lögum nr. 74 frá árinu 1997 um réttindi sjúklinga segi í 27. gr: „Umhverfi og aðbúnaður sjúkra barna á heilbrigðisstofnunum skal hæfa aldri þeirra, þroska og ástandi.“

Því spyr félagið umboðsmann barna hvort það sé álit hans að aðbúnaður barna á sjúkrahúsinu Vogi uppfylli þessi skilyrði laganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert