Fleiri skjálftar við Bárðarbungu

Eldgosið í Holuhrauni.
Eldgosið í Holuhrauni. mbl.is/Eggert

Síðasta sólarhringinn hafa á níunda tug skjálfta mælst í og við Bárðarbungu, rúmlega fimmtíu í kvikuganginum. Þetta eru heldur fleiri skjálftar en mældust þar daglega í síðustu viku en fjölgunina má sennilega rekja til þess að lygnara hefur verið á svæðinu undanfarna daga en meiri lægðagangur og hvassviðri var í byrjun október, og minni skjálftar mælast þá síður.

Þrír skjálftar hafa mælst á stærðarbilinu 4-5, sá fyrsti klukkan 19 í gærkvöld upp á 4,7 stig, annar jafnsterkur klukkan 1.10 í nótt og sá þriðji klukkan 6:41 í morgun en hann mældist 4,5 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert